Fors_84_12Nýr Náttúrufræðingur, 84. árg. 1.–2. hefti, er nýkominn út og er það fyrsta blaðið sem kemur út eftir að samstarf hófst milli Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúruminjasafns Íslands um útgáfu tímaritsins, samanber umfjöllun hér.

 

 

 

 

Að venju er að finna forvitnilegar greinar um náttúru landsins í hinu nýja hefti Náttúrufræðingsins. Meðal áhugaverðra greina er umfjöllun sérfræðinga á Hafrannsóknastofnuninni um vistkerfi Íslandshafs og breytingar á lífsháttum loðnunnar, en þar er byggt á rannsóknaniðurstöðum í viðamiklu verkefni sem stóð yfir árin 2006-2011. Þá er einkar athyglisverð grein eftir dr. Árna Hjartarson jarðfræðing, Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi, en frá náttúrufræðilegu sjónarmiði er kviðan einn merkilegasti texti fornritanna en lengst af vanmetinn í því samhengi. Hallmundarkviða lýsir eldsumbrotum og viðhorfum heiðinna manna til þeirra og setur hamfarirnar í goðsögulegt samhengi.

Hægt er að nálgast efnisyfirlit blaðsins hér.
PDF-x.