Náttúran í íslenskum myndheimi

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í leiðsögninni verður áhersla lögð á hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins og spáð einkum í þá muni á sýningunni sem eru á vegum Náttúruminjasafnsins og systurstofnunarinnar, Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Í leiðsögninni verður geirfuglinum gerð sérstök skil en í sumar var opnuð sérsýning um hann sem ber heitið Geirfugl †Pinguinus impennis. Aldauði tegundar – síðustu sýnin, og er þar á ferð samstarfsverkefni Náttúruminjasafns Íslands og Ólafar Nordal myndlistarmanns í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Augun

Augu  síðustu geirfuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey 18944. Ljósm. Ólöf Nordal.

Geirfuglinn er

Geirfuglinn – eign íslensku þjóðarinnar, sem keyptur var fyrir söfnunarfé 1971, er til sýnis í Safnahúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sérsýningunni gefur m.a. að líta geirfuglinn sem þjóðin eignaðist árið 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770, og ný verk eftir Ólöfu Nordal: ljósmyndaröð af innyflum síðustu geirfuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey árið 1844 og myndskeið sem sýnir fuglaveiðar fyrir um hálfri öld í Vestmannaeyjum.

Höfum við lært af fyrri mistökum?

Sérsýningunni um geirfuglinn er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi ábyrgrar og siðlegrar umgengni við undur og auðlindir náttúrunnar. Útrýming geirfuglsins er svartur blettur í sögu mannkyns og þar eiga Íslendingar sinn þátt. Hafa verður í huga að vitneskja og þekking á náttúru og umhverfi var takmarkaðri þá en nú. Samt sem áður eiga núlifandi ættingjar geirfuglsins, haftyrðill, stuttnefja og fleiri svartfuglar, í vök að verjast vegna veiða, búsvæðaröskunar og loftslagshlýnunar. Sú staða vekur upp spurningar um hvað við höfum lært af fyrri mistökum.

Sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim – er grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi, og var opnuð í Safnahúsinu 18. apríl 2015. Þetta er fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í frá stofnun 2007 en auk Náttúruminjasafnsins standa fimm aðrar menningarstofnanir að sýningunni: Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Grunnsýningin stendur yfir í fimm ártil ársins 2020. Sérsýningin um geirfuflinn var opnuð 16. júní s.l. og stendur í eitt ár. 

Leiðsögnin er ókeypis og allir eru velkomnir!

Hér má sjá efni um sýninguna í Safnahúsinu á vef Náttúruminjasafnsins.

Málþing í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur 18. september

Tengingin milli lista og raunvísinda er viðfangsefni sýningarinnar RÍKI - flóra, fána, fabúla. Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Tengingin milli lista og raunvísinda er viðfangsefni sýningarinnar RÍKI – flóra, fána, fabúla. Uppstilling eftir Olgu Bergmann. Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Í Hafnarhúsinu stendur nú yfir sýningin  RÍKI – flóra, fána, fabúla sem veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni eru verk 50 listamanna.

Hvernig leitar samtímalist fanga í ríki náttúrunnar?

Hvernig leitar samtímalist fanga í ríki náttúrunnar?                                                                       Selurinn eftir Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson.                                                       Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Lokadagur á sunnudag – málþing og leiðsögn 

Sýningunni lýkur n.k. sunnudag, 18. september en þann dag kl. 13 standa Listasafn Reykjavíkur og Náttúruminjasafn Íslands að umræðufundií tengslum við sýninguna. Listamenn sem eiga verk á sýningunni deila hugleiðingum sínum um hlutverk og möguleika myndlistar þegar kemur að áhuga og ábyrgð mannsins á lífríki jarðar. Fulltrúar safnanna taka þátt í fundinum og velta upp spurningum um samlegð lista og raunvísinda.  Að samræðum loknum er gestum boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna en þetta er eins og fyrr segir síðasti sýningardagur.

Þátttakendur:

Anna Fríða Jónsdóttir, myndlistarmaður
Dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og verkefnisstjóri dagskrár í Listasafni Reykjavíkur
Olga Soffía Bergmann, myndlistarmaður
Unndór Egill Jónsson, myndlistarmaður

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Helsingi

Helsingi

Helsingi (Branta leucopsis)

Helsingjahjón, kvenfuglinn (t.h.) safnar kviðfitu sem orku fyrir farflug og varp. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón, kvenfuglinn (t.h.) safnar kviðfitu sem orku fyrir farflug og varp.
Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Útlit og atferli

Helsinginn er önnur tveggja „svartra“ gæsa sem fara um landið, hin er margæs. Þó hefur í auknum mæli orðið vart við ættingja þeirra, kanadagæsina, á síðustu árum.

Helsingi er meðalstór gæs, á stærð við heiðagæs og blesgæs. Hann verður best greindur á áberandi skörpum skilum dökka litarins að ofan og hvíta litarins að neðan, svo og hvítu andliti, kverkum og vanga. Hann hefur misáberandi svarta augnrák, er svartur á kolli, hnakka, hálsi og bringu, og bak og yfirvængir eru blágrá með hvítjöðruðum svörtum þverrákum. Vængir virðast gráir að ofan á flugi, dökkir að neðanverðu. Fuglinn er ljósgrár að neðan, með hvítar stélþökur og svart stél. Fullorðinn helsingi og ungfugl eru mjög líkir. Kynin eru eins, en karlfuglinn ívið stærri. Goggurinn er stuttur og svartur, fætur svartir og augu brún. Gefur frá sér hvellt gjamm sem minnir á hundgá.

Helsingjar við Jökulsárlón. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar við Jökulsárlón. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar á flugi. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar á flugi. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingi flýgur sjaldnar í oddaflugi en aðrar gæsir, sem sjást hér reglulega, en er oft í óskipulegum, þéttum hópum eða löngum reinum. Er stærri en margæs og með hægari vængjatök.

Lífshættir

Helsinginn er grasbítur, hann sækir talsvert í tún á vorin, en einnig í úthaga og votlendi.  Varpfuglar ala unga sína við ár og jökullón.  Fæða þeirra er væntanlega kornsúra, starir og sef.  Ber eru mikilvæg fæða á haustin ásamt kornsúrurótum og stararfræjum. Helsingi nýtir sér mýrar og tún nærri ströndinni á vorin, auk þess gróið land á hálendinu og lyngmóa á haustin.

Helsingjar að vorlagi. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar að vorlagi. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahópur í Langadal. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahópur í Langadal. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Gæsir parast til langframa, kvenfuglinn ungar út eggjunum meðan karlinn stendur vörð og hjónin sjá saman um að ala önn fyrir ungunum. Ungar andfugla eru bráðgerir, þeir yfirgefa hreiðrið strax og þeir verða fleygir. Eitt af sérkennum andfugla er að þeir fella fjaðrir síðsumars, þar á meðal flugfjaðrir og verða því ófleygir um tíma. Flugfjaðrir í vexti (líka nefndar blóðfjaðrir) eru mjög blóðríkar og blæðir úr þeim ef fuglarnir verða fyrir einhverju hnjaski. Því er talað um að fuglarnir séu í sárum eða særist á þessum tíma. Fullorðnu fuglarnir verða oft fleygir að nýju um svipað leyti og ungarnir verða fleygir.

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjahjón með unga í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Útbreiðsla og far

Helsingjar eru fyrst og fremst fargestir hér á landi. Varpstofn í Norðaustur-Grænlandi. hefur viðkomu hér á ferð sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Helstu viðkomustaðirnir á vorin eru í Húnavatnssýslum og Skagafirði, þar sem hátt í 70% af Austur-Grænlandsstofninum dvelur í 3-4 vikur. Á haustin staldra helsingjarnir aftur á móti við á sunnanverðu miðhálendinu og í Skaftafellssýslum. Utan Grænlands verpa helsingjar á Svalbarða og Novaja Zemlja. Á þessum norðlægu slóðum verpa helsingjarnir aðallega í klettum.

Helsingjar á Jökulsárlóni. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar á Jökulsárlóni. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Fyrsta bókfærða varp helsingja hér á landi var í Hörgárdal 1927. Reglulegt varp hófst í Breiðafirði árið 1964. Helsingjar urpu þar í eyjum um 20 ára skeið. Árið 1988 fundust helsingjar á hreiðrum í hólmum á jökullóni í Austur-Skaftafellssýslu. Síðan hefur þetta varp vaxið og dafnað og helsingjar numið land á nokkrum öðrum stöðum í Skaftafellssýslum, m.a. við Hólmsá í Vestursýslunni, þar sem þeir urpu fyrst 1999. Helsingjar hafa orpið í Seley við Reyðarfjörð undanfarin ár, á Snæfellsnesi um þriggja ára skeið og víðar um land. Sumarið 2014 var talið að stofninn teldi rúmlega 700 varppör og á annað þúsund gelfugla. Heildarstærð íslenska varpstofnsins að hausti, með ungum, gæti því verið 4-5000 fuglar.

Helsingjar á Hestgerðislóni síðsumars. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjar síðsumars á Hestgerðislóni í Austur-Skaftafellssýslu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Þetta landnám helsingja er sérstakt og vöxtur stofnsins hraður. Helsingjar hafa væntanlega komið hér við í þúsundir ára á ferðum sínum milli varp- og vetrarstöðva, en afhverju hefja þeir varp nú? Afhverju hafa ekki fleiri umferðarfuglar eða fargestir farið að verpa hér, eins og margæs og blesgæs, svo og vaðfuglarnir rauðbrystingur, sanderla og sérstaklega tildra. Eini fargesturinn fyrir utan helsingja, sem hefur numið land, er fjallkjói. Báðir þessir fuglar verpa á norðlægum slóðum og fara því í „öfuga átt”, miðað við hlýnun jarðar.

Nákvæmlega er fylgst með stofnstærð gæsa og álftar á vetrarstöðvum þeirra á Bretlandseyjum og hérlendis, eftir því sem við á.  Því eru stofnstærðir og stofnsveiflur þessara fugla betur þekkt en margra annarra. Talningar eru einnig gerðar á meginlandi Evrópu. Stofn helsingja hefur stækkað, allt frá sjöunda áratuginum, þó með smá niðursveiflu á þeim áttunda. Árið 1959 var stofninn 8300 fuglar, en árið 2013 var hann 80.700 fuglar, árunum 2008 til 2013 var heildaraukningin 14%. Þessi aukning er talin eiga rætur í lægri dánartíðni m.a. vegna þess að veiðum hefur verið hætt á Grænlandi, fremur en því að varpárangur hafi batnað.

Helsingjafjölskylda við Jökulsárlón, ungarnir eru fullvaxnir. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjafjölskylda við Jökulsárlón, ungarnir eru fullvaxnir. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Þjóðtrú og sagnir

Forðum vissu íslendingar ekki hvað varð af helsingjanum á milli þess sem hann kom við á vorin og síðan aftur á haustin. Þá varð til sú þjóðsaga að helsinginn dveldi þess á milli í sjónum. Hrúðurkarlategund, sem ber heitið helsingjanef (Lepas anatifera), ber þjóðtrúnni vitni. Helsingjanef er frábrugðið fjörukörlum, hinum hefðbundnu hrúðurkörlum. Ólíkt þeim festa þau sig við undirlagið með nokkurs konar stilki. Skelin er einnig nokkuð frábrugðin en hún minnir á fuglsgogg. Algengast er að helsingjanef komi sér fyrir á talsverðu dýpi, en það þekkist þó að þau festi sig á einhverju rekaldi og geta þá borist með því langar leiðir og upp í fjöru.

Helsingjanef á netakúlu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Helsingjanef á netakúlu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Texti og myndir eftir Jóhann Óla Hilmarsson.