Sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu

Sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu

Sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu Sunnudaginn 14. febrúar klukkan 14 mun Skúli Skúlason, prófessor við Náttúruminjasafn Íslands og Háskólann á Hólum ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögn Skúla mun beinast að sérstöðu íslenskrar...

Sjónarhorn í Safnahúsi

Sjónarhorn í Safnahúsi Grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi var opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 18. apríl 2015. Að sýningunni standa sex ríkissöfn landsins; Þjóðminjasafn Íslands, sem er rekstraraðili hússins, Listasafn Íslands,...

Menningarnótt hjá Náttúruminjasafninu í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Að vanda verður líf og fjör víða í Reykjavík á Menningarnótt næstkomandi laugardag. Náttúruminjasafnið tekur þátt í sérstakri dagskrá sem verður í boði í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þar stendur yfir grunnsýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim, sem er samsýning sex safnastofnana landsins, þar á meðal Náttúruminjasafnsins.

Safnahúsið verður opið frá kl. 10 til 22 og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá Safnahússins á Menningarnótt 20. ágúst 2016, sem Þjóðminjasafn Íslands heldur utan um, er eftirfarandi:

Kl. 11:  A Guided tour in English. Points of View – a journey through the visual world of Iceland.
Kl. 13: Dj Óli Dóri hitar upp fyrir gesti og gangandi.
Kl. 14: Ljúfir tónar. Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar spila fyrir gesti á útisvæði Kaffitárs.
Kl. 14: Leiðsögn á íslensku. Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim.
Kl. 15 – 17: Geirfuglagrímur og fleira spennandi. Listasmiðja fyrir alla fjölskylduna, Ásdís Kalman leiðbeinir.
Kl. 17: Ólöf Nordal myndlistarmaður og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur spjalla um sýninguna Geirfugl †Pinguinus impennis. Aldauði tegundar – síðustu sýnin.

Krukka4_b

Augu síðustu geirfuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey 1844.                 Ljósmynd: Ólöf Nordal.

Vakin er sérstök athygli á síðustu tveimur dagskrárliðunum þar sem geirfuglinn kemur við sögu, en hann er í Safnahúsinu á vegum Náttúruminjasafnsins.

Ólöf Nordal myndlistarmaður og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur munu taka á móti gestum kl. 17 og spjalla um sýninguna Geirfugl †Pinguinus impennis. Aldauði tegundar – síðustu sýnin, sem er sérsýning í Safnahúsinu og samstarfsverkefni Náttúruminjasafns Íslands og Ólafar Nordal myndlistarmanns í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

 

Á sérsýningunni gefur m.a. að líta geirfuglinn sem þjóðin eignaðist árið 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770, ljósmyndaröð af innyflum síðustu geirfuglanna tveggja sem drepnir voru í Eldey árið 1844 og myndskeið af fuglaveiðum í Vestmannaeyjum. Ólöf og Jóhann Óli leiða gesti um sýninguna og spjalla um ýmis málefni sem leita á hugann í tengslum við efnið.

Verið velkomin!

Sunnudagsleiðsögn í Safnahúsinu

Geirfuglinn er kjörgripur sýningarinnar Sjónarhorn í Safnahúsinu

Geirfuglinn – eign íslensku þjóðarinnar –  verður kjörgripur sýningarinnar Sjónarhorns í Safnahúsinu til 17. apríl n.k.

Geirfugl á gömlu póstkorti. Talið er að síðastu geirfuglarnir hafi verið drepnir á Íslandi 1844

Geirfugl á gömlu póstkorti. Talið er að síðustu geirfuglarnir hafi verið drepnir á Íslandi 1844.

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 10. apríl klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Í leiðsögninni verður áhersla lögð á hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins og hugmyndir að baki sýningargerðinni ræddar. Þá verður staldrað við og geirfuglinn skoðaður en 17. apríl er síðasti sýningardagur fuglsins í Safnahúsinu en hann er fyrsti kjörgripur sýningarinnar.

Sýningin sem nefnist Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim – er grunnsýning á íslenskri list og sjónrænum menningararfi, og var opnuð í Safnahúsinu 18. apríl 2015. Þetta er fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í frá stofnun 2007 en auk Náttúruminjasafnsins standa fimm aðrar menningarstofnanir að sýningunni: Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn – Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir!

Hér má sjá efni um sýninguna í Safnahúsinu á vef Náttúruminjasafnsins.

Flóran í Safnahúsinu

Eggert vid Florumyndina

Eggert Pétursson listmálari við mynd sína frá 1985: Flóra Íslands.

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu getur nú að líta frummynd Eggerts Péturssonar, listmálara, af FLÓRU ÍSLANDS, sem Hið íslenska náttúrufræðifélag gaf fyrst út á veggspjaldi 1985. Veggspjaldið er nú komið út á ný, í fjórða sinn, enda fyrri útgáfur löngu uppseldar.

Myndina, sem sýnir 63 tegundir íslenskra blómplantna, málaði Eggert með vatnslitum (gvass) á árinu 1985 að beiðni stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags en hann hafði áður myndskreytt bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason grasafræðing sem kom út árið 1983. 1989 sýndi Eggert í fyrsta sinn olíumálverk þar sem myndefnið var sótt í jurtaríkið.  Hann er nú meðal dáðustu listamanna þjóðarinnar – ekki síst fyrir einstaka túlkun á hinu smáa og fíngerða í íslenskri náttúru.

Dagur íslenskrar náttúru í Safnahúsinu: Bryndís Marteinsdóttir, stjórnarmaður HÍN, Kristín Svavarsdóttir fyrrverandi formaður HÍN, Rannveig Magnúsdóttir, í ritstjórn Náttúrufræðingsins, Kristján B. Magnússon, Crymogeu, Eggert Pétursson, listmálari og Hilmar Malmquist, forstjóri Náttúruminjasafnsins.

Dagur íslenskrar náttúru í Safnahúsinu: Bryndís Marteinsdóttir, stjórnarmaður HÍN, Kristín Svavarsdóttir fyrrverandi formaður HÍN, Rannveig Magnúsdóttir, í ritstjórn Náttúrufræðingsins, Kristján B. Magnússon, Crymogeu, Eggert Pétursson, listmálari og Hilmar Malmquist, forstjóri Náttúruminjasafnsins.

Eggert var viðstaddur þegar endurútgáfu veggspjaldsins FLÓRU ÍSLANDS var fagnað á Degi íslenskrar náttúru 16. september s.l. í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

CRYMOGEA /FOLDA annaðist nýja prenthönnun verksins og sá um útgáfuna fyrir Náttúruminjasafnið og Hið íslenska náttúrufræðifélag.

Veggspjaldið er 70×50 sm á stærð. Það fæst í Safnabúð Safnahússins, í verslunum Eymundssonar, Bókaverslun Máls og menningar og Minju og kostar 2.990 kr.

Hægt er að panta veggspjaldið og fá það heimsent með því að senda póst á netfangið: crymogea@crymogea.is