Starfsmannasaga

Fyrstu fimm starfsár Náttúruminjasafnsins 2007-2012

Dr. Helgi Torfason jarðfræðingur var fyrsti forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, skipaður til fimm ára frá og með 8. maí 2007 af þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Helgi gegndi starfi forstöðumanns til 8. maí 2012 en þá var gerður gerður við hann verkefnasamningur sem gilti til 9. júlí 2013.

Georg B. Friðriksson (MSc) fiskifræðingur var fastráðinn starfsmaður við Náttúruminjasafnið á tímabilinu 01.04.2009 til 31.12.2012.

Margrét Hallgrímsdóttir settur forstöðumaður 2012-2013

Margrét Hallgrímdsdóttir, Þjóðminjavörður, var sett í embætti forstöðumanns Náttúruminjasafnsins til eins árs frá og með 9. maí 2012 af þáverandi mennnta- og menningarmálaráðherrra, Katrínu Jakobsdóttur. Setning Margrétar var framlengd til 31. ágúst 2013 en frá og með 1. september 2013 var Hilmar J. Malmquist skipaður í embætti forstöðumanns Náttúruminjasafnsins.

Í tíð Margrétar gegndi tímabundið störfum Anna Guðný Ásgeirsdóttir og sá um fjármál og rekstur Náttúruminjasafnsins (01.06.2012-31.08.2013). Þá var Hilmar J. Malmquist verkefnaráðinn sem sérfræðingur á tímabilinu 01.05.-31.08.2013 til að móta sýningahald í Perlunni.

Starfsemi frá 1. september 2013

Dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur var skipaður forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands til fimm ára frá og með 1. september 2013.

Hrefna Berglind Ingólfsdóttir, M.Sc. líffræðingur, var ráðinn ritstjóri Náttúrufræðingsins 1. febrúar 2014. Hún lét af störfum haustið 2014 og við ritstjórninni tók Álfheiður Ingadóttir líffræðingur með meiru.