Dagur hinna viltu blóma

Viðburður: Dagur hinna villtu blóma
Dagsetning: Sunnudagur 18. júní
Staðsetning: Norræna húsið
Tími: kl. 14 – 15:30.
Þriðji sunnudagur í júní er dagur villtra blóma á Norðurlöndunum en einnig alþjóðlegur dagur sjálfbærrar matargerðarlistar.
Í tilefni dagsins verður boðið upp á gönguferð og plöntusmakk við Norræna húsið. Í göngunni verða plöntur greindar til tegunda og fjallað um gróður svæðisins.
Í tilefni dagsins verður boðið upp á gönguferð og plöntusmakk við Norræna húsið. Í göngunni verða plöntur greindar til tegunda og fjallað um gróður svæðisins.
Svo verður haldið í gróðurhús Norræna hússins þar sem þátttakendur fá að smakka á gómsætum réttum úr villtum plöntum.
Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur og stækkunargler.
Gestir eru hvattir til að taka með sér flórubækur og stækkunargler.
Samstarfsaðilar í viðburðinum eru: Norræna húsið, Grasagarður Reykjavíkur, NordGen, Ágengar plöntur í Reykjavíkurborg, Náttúrminjasafn Íslands, Sónó matseljur, Slow Food Reykjavík og Flóruvinir.
Gangan hefst við Norræna húsið kl. 14 sunnudaginn 18. júní.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!