Marflærnar í myrkrinu

Geldingadalir gas

Viðburður: Spennandi sunnudagur – marflærnar í myrkrinu

Dagsetning: Sunnudagur 3. mars

Staðsetning: Perlan, 2. hæð

Tími: kl. 14 – 16

Náttúruminjasafn Íslands og Landvernd bjóða upp á skemmtilegan viðburð um grunnvatnsmarflær á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.

Við skoðum þessar skemmtilegu lífverur sem fundust fyrst árið 1998. Þær lifa djúpt í jörðinni, eru blindar og það hafa bara fundist kvendýr!

Af þingvallamarflóinni eru aðeins til 10 þekkt eintök í heiminum og þessi tegund finnst bara á íslandi. Gestum gefst kostur á að skoða þessar stórkostlegu lífverur. Einnig verður boðið uppá föndursmiðju þar sem hægt verður að skapa marflær og neðanjarðarbúsvæði þeirra.

Á Spennandi sunnudögum bjóðum við upp fjölskylduviðburði á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.

Aðgangur er ókeypis. Hlökkum til að sjá ykkur!

Náttúruminjasafn Íslands er með fjölbreytta fjölskylduviðburði fyrsta sunnudag hvers mánaðar víða á höfuðborgarsvæðinu.