Mosarnir í móanum
Viðburður: Mosarnir í móanum með Landi og skógi
Dagsetning: Sunnudagur 6. október 2024
Staðsetning: Perlan, 2. hæð
Tími: kl. 14 – 16
Á Spennandi sunnudegi 6. október milli kl. 14 og 16 bjóða Land og skógur og Náttúruminjasafn Íslands upp á skemmtilegan viðburð um mosa og móa á sýningu Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands á 2. hæð Perlunnar.
Við skoðum alls konar mosa sem finnast í íslenskri náttúru og veltum fyrir okkur mikilvægi þeirra í tengslum við mólendi. Gestum býðst svo að taka þátt í skapandi textílsmiðju og búa til sína mosa.
Á Íslandi vaxa yfir 600 tegundir mosa, einstakar lífverur sem setja mikinn svip á landið og eru þar með mikilvægur hlekkur líffræðilegrar fjölbreytni íslenskra vistkerfa og virkni þeirra.
Öll velkomin!
Aðgangur er ókeypis.
Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir fjölbreyttum fjölskylduviðburðum fyrsta sunnudag hvers mánaðar, kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til að skemmta sér og tengjast náttúrunni á skemmtilegan hátt.