Dagur íslenskrar náttúru er í ár haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 16. september. Af því tilefni verða skrifstofur Náttúruminjasafns Íslands í gömlu Loftskeytastöðinni að Brynjólfsgötu 5 opnar almenningi milli kl. 14 og 17. Þá býðst gestum að skoða þetta tæprar aldargamla og glæsilega hús og forstöðumaður stofnunarinnar, dr. Hilmar J. Malmquist, spjallar við gesti um forsögu og framtíðarhorfur höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða.

Ljósm.: Kristján Jónasson
Ljósmynd: Kristján Jónasson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur utan dagskrá í tilefni dagsins. Að þessu sinni beinir ráðuneytið athyglinni sérstaklega að mikilvægi þess að bera virðingu fyrir náttúrunni.

Um Dag íslenskrar náttúru má fræðast almennt hér.