Fyrirlestrar

Starfsfólk Náttúruminjasafnsins flytur erindi á ráðstefnum og við önnur tækifæri þar sem fjallað er um náttúrufræði og málefni safnsins.

Erindi árið 2017

9. mars 2017. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn ‒ einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námsskeiðaröðinni Gott að vita. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu. Grettisgötu 89.

10. og 11. mars 2017. Skúli Skúlason. Uppruni þróun og umhverfi okkar dýranna -skyldleiki, samlíf og verðmætamat. Erindi flutt á Hugvísindaþingi Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. 10. og 11. mars 2017.

4. apríl 2017. Hilmar J. Malmquist. Samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Háskóla Íslands –pælingar um framtíðina. Erindi flutt á deildarfundi Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands.

20. júní 2017. Þorleifur Eiríksson, Sigmundur Einarsson, Tómas Grétar Gunnarsson & Skúli Skúlason. Integrated biological, geological and cultural diversity of river basins with hydroelectric potential. Erindi um nýja aðferðafræði við verðmætamat í tengslum við rammáætlun um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma. Flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um verkfræði og vatnvistfræði fisvega. Oregon State University – Corvallis, Oregon (USA), June 19-21, 2017.

Erindi árið 2016

07.01.2016. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: Náttúruperla undir álagi. Erindi flutt á fræðslukvöldi Sportkafarafélags Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.

03.02.2016, Hillmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Gestafyrirlestur fluttur í kynningaráfanga í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands. Fjallað um forsögu, stöðu og horfur í starfsemi Náttúruminjasafnsins.

27.02.2016. Hilmar J. Malmquist. Hálendi Íslands – mikilvægi þekkingar og fræðslu. Erindi flutt á ráðstefnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í boði Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar í Hörpu dagana 26. og 27. febrúar.

09.08.2016. Hilmar J. Malmquist. SAGA geopark: Thoughts on biological and limnological characteristics and distinctive features. Erindi flutt á kynningar- og vinnufundi um Saga jarðvang í Borgarfirði.

18.09.2016. Hilmar J. Malmquist. Um náttúruvísindi, listir og náttúruna.Erindi flutt á málþingi Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands vegna sýningarinnar Ríki, flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur.

26.09.2016. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: Einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námskeiðinu Undraheimur Þingvalla á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.

11.11.2016. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Hádegiserindi flutt í boði Líffræðistofu Háskóla Íslands. Fjallað um sögu, stöðu og framtíðarhorfur Náttúruminjasafnsins.

Erindi árið 2015

19.02.2015. Hilmar J. Malmquist. Safnastarf á sviði náttúrufræða: Náttúruminjasafn Íslands – saga, staða og horfur. Erindi flutt í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands. Fjallað um forsögu, stöðu og horfur í starfsemi Náttúruminjasafnsins.

19.03.2015. Hilmar J. Malmquist. Framtíð náttúrufræðisafna: mikilvægi, jafnvægi og nýsköpun. Erindi flutt á aðalfundi Íslandsdeildar ICOM. Frásögn af fundi Alþjóðanefndar náttúrufræðisafna (ICOM NATHIST) í Króatíu haustið 2014.

23.–24.03.2015. Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist, Stefán Óli Steingrímsson
and Bjarni K. Kristjánsson. Biodiversity in Iceland. Fyrirlestur um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi. Ráðstefna Vistfræðifélags Íslands haldin á Hótel Stykkishólmi 23.–24. mars 2015. Flytjandi Skúli Skúlason. Ágripshefti ráðstefnunnar: Ágrip VISTIS 2015.

17.04.2015. Hilmar J. Malmquist. Nýting náttúruauðlinda: um boð og bönn, endurnýjun, mat og sjálfbærni. Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Guðbrandsstofnunar í samstarfi við Ferðamálastofu, Landvernd og Orkustofnun: Hvernig metum við hið ómetanlega: Auðlindir og nýting þeirra. Hólum í Hjaltadal, 16.–17. apríl 2015. Fjallað um sjálfbærar og ósjálfbærar nýtingaraðferðir og verðmætamat á náttúruauðlindum.

02.06.2015. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Museum of Natural History: strong roots, uncertain future. Kynning flutt í tilefni heimsóknar starfsfólks Náttúrufræðisafnsins í Riga, Lettlandi. Starfsemi Náttúruminjasafnsins kynnt, forsaga safnsins og framtíðarhorfur.

06.07.2015. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Museum of Natural History: strong roots, uncertain future. Kynning flutt á fundi forstöðumanns Náttúrufræðisafnsins með stjórnendum Náttúrufræðisafnsins i London. Starfsemi Náttúruminjasafnsins kynnt, forsaga safnsins og framtíðarhorfur.

25.-25.08.2015. Þorleifur Eiríksson (samstarfsaðili Náttúruminjasafnsins). Inter institutional databases in Iceland in relation to NeIC-LifeWatch. Vinnufundur um rafræna innviði á Norðurlöndum á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Osló, 25.-26.08.2015. Heimasíða vinnufundarins.

01.09.2015. Hilmar J. Malmquist. Gestafyrirlestur í umhverfisverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Þingvallavatn: einstakt vistkerfi undir álagi. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.

30.09.2015. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn: einstakt vistkerfi undir álagi. Erindi flutt á námskeiðinu Undraheimur Þingvalla á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Fjallað um vistkerfi Þingvallavatns, náttúrufræðileg einkenni og sérkenni og álag á vatnið af mannavöldum.

6.11.2015. Starri Heiðmarsson (Náttúrufræðistofnun Íslands) og Þorleifur Eiríksson (samstarfsaðili Náttúruminjasafnsins). Gagnasöfn og gegnsæi. Erindi á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands um gerð og eðli gagnagrunna, tengls gagnabanka, aðgengi og nýtingu. Flutt á Líffræðiráðstefnunni 2015. Ágrip erindisins.

7.11.2015. Hilmar J. Malmquist. Jarðvarmavirkjanir og áhrif á lífríki og vatnsgæði: affallsvatn frá Nesjavallavirkjun og Þingvallavatn. Erindi flutt á málþingi Fjöreggs í Skjólbrekku, Mývatnssveit. Fjallað um áhrif jarðvarmavirkjana á nærumhverfi.

 

Erindi árið 2014

2.05.2014. Hilmar J. Malmquist. Kynning í borgarráði Reykjavíkur á hugmyndum um sýningahald í Perlunni.

29.09.2104. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Endurmenntun Háskóla Íslands.

13.10.2014. Hilmar J. Malmquist. The Icelandic Musuem of Natural History: strong roots, uncertain future. ICOM NATHIST conference, Croatia 11.-16. October 2014.

06.11.2104. Hilmar J. Malmquist. Náttúrufræðisöfn og rannsóknir. Málþing á vegum Safnaráðs um rannsóknir safna.

 

Erindi árið 2013

23.09.2013. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Endurmenntun H.Í.

25.09.2013. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands: saga, staða og horfur. Farskóli FÍSOS.

07.11.2013. Hilmar J. Malmquist. Þingvallavatn. Einstakt vistkerfi undir álagi. Rotaryklúbburinn Reykjavík-Austurbær.

13.12.2013. Hilmar J. Malmquist. Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan: tengsl og gagnkvæmir hagsmunir. Ferðamálstofa.