Saga safnsins

Náttúruminjasafn Íslands er ung stofnun með djúpar rætur sem ná aftur á níunda áratug 19. aldar. Á nokkrum síðum er hér stiklað á stóru í sögu safnsins, aðdraganda þess og lengst af þyrnum stráðri vegferð frá Kaupmannahöfn árið 1889, þegar Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað, til Reykjavíkur árið 2007, þegar lög nr. 35 um Náttúruminjasafn Íslands voru samþykkt á Alþingi.