Um Jón lærða – athugasemdir og svör höfundar

Viðar Hreinsson

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og höfundur bókarinnar Jón lærði og náttúrur náttúrunnar vísar harkalegri gagnrýni Einars G. Péturssonar, sem titlar sig rannsóknarprófessor á Árnastofnun, á bók sína á bug í grein í Morgunblaðinu í dag, 23. febrúar. Viðar nefnir grein sína 14:2 – Um athugsemdir við bók um Jón lærða og vísar þar til þess að af 16 athugasemdum Einars eigi aðeins tvær við og þá aðeins að hluta.

Svargrein Viðars rúmaðist ekki öll innan ramma Morgunblaðsins fyrir aðsendar greinar og eru því birtar hér á vefnum bæði styttri greinin í Morgunblaðinu og sú lengri frá hendi Viðars. Málið er skylt Náttúruminjasafninu sem m.a. kemur að útgáfu verksins ásamt Lesstofunni.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis

Fræðimenn sem tilnefndir eru til viðurkenningar Hagþenkis. Afhending fer fram í ráðstefnusal Þjóðarbókhlöðunnar á annrri hæð, miðvikudaginn 1. mars og hefst kl. 17.

Hið mikla bókmenntaverk Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hefur hlotið einkar góðar viðtökur og lofsamlega umfjöllun meðal gagnrýnenda á samfélagsmiðlum og í Kiljunni, enda vandað til verksins í hvívetna eins og tilnefningar á bókinni til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016 og til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 eru til vitnis um.

Harkaleg gagnrýni á fræðimannsheiður Viðars

Í gagnrýni sinni vegur Einar að fræðimannsheiðri Viðars og dregur í efa að verkið standist kröfur til að hafa verið tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. Í svari sínu fer Viðar lið fyrir lið yfir gagnrýni Einars. Í Morgunblaðinu var heldur þröngur stakkur skorinn sem fyrr segir og hefur Viðar því einnig birt svar sitt í heild, bæði hér á heimasíðu Náttúruminjasafnsins og fésbókarsíðu sinni.

Grein Einars G. Péturssonar í Mbl. 17.02.2017:
Athugasemdir um bók Viðars Hreinssonar, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar.

Grein Viðars Hreinssonar í Mbl. 23.02.2017:
14:2 – Um athugasemdir við bók um Jón lærða

Svargrein Viðars Hreinssonar í heild  14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða.

Nánari umfjöllun um bókverkið Jón lærða og náttúrur náttúrunnar er á heimasíðu Náttúruminjasafnsins – og um samvinnu Viðars og NMSÍ hér.