Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands n.k. laugardagi 27. febrúar 2016 kl. 14.00.

Ljósm. Jóhann Þórsson.

Ljósm. Jóhann Þórsson.

Fundurinn hefst á erindi Sveins Runólfssonar, landgræðslustjóra, sem nefnist:

Þjóðargjöfin 1974–1979 – Greiddum við skuld okkar við landið?

Að loknu erindi Sveins, um kl. 14:45, hefjast venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla formanns um störf stjórnar á liðnu starfsári
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
3. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna reikninga
4. Önnur mál.
Gert er ráð fyrir að fundi ljúki upp úr kl. 16.