Tengingin milli lista og raunvísinda er viðfangsefni sýningarinnar RÍKI - flóra, fána, fabúla. Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Tengingin milli lista og raunvísinda er viðfangsefni sýningarinnar RÍKI – flóra, fána, fabúla. Uppstilling eftir Olgu Bergmann. Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Í Hafnarhúsinu stendur nú yfir sýningin  RÍKI – flóra, fána, fabúla sem veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni eru verk 50 listamanna.

Hvernig leitar samtímalist fanga í ríki náttúrunnar?

Hvernig leitar samtímalist fanga í ríki náttúrunnar?                                                                       Selurinn eftir Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson.                                                       Ljósmynd: Listasafn Reykjavíkur.

Lokadagur á sunnudag – málþing og leiðsögn 

Sýningunni lýkur n.k. sunnudag, 18. september en þann dag kl. 13 standa Listasafn Reykjavíkur og Náttúruminjasafn Íslands að umræðufundií tengslum við sýninguna. Listamenn sem eiga verk á sýningunni deila hugleiðingum sínum um hlutverk og möguleika myndlistar þegar kemur að áhuga og ábyrgð mannsins á lífríki jarðar. Fulltrúar safnanna taka þátt í fundinum og velta upp spurningum um samlegð lista og raunvísinda.  Að samræðum loknum er gestum boðið upp á leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna en þetta er eins og fyrr segir síðasti sýningardagur.

Þátttakendur:

Anna Fríða Jónsdóttir, myndlistarmaður
Dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og verkefnisstjóri dagskrár í Listasafni Reykjavíkur
Olga Soffía Bergmann, myndlistarmaður
Unndór Egill Jónsson, myndlistarmaður

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.