Sílamáfur í ölduróti. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Sílamáfur í ölduróti. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Fugl mánaðarins er sílamáfur, Larus fuscus, en hann er venjulega fyrstur farfugla til landsins. Hann brást ekki þetta árið og var mættur suður í Helguvík 25. febrúar s.l. Á næstu vikum má búast við að hann fari að sækja í brauð á Tjörninni eins og hans er siður.

Sílamáfurinn fór að verpa á Íslandi uppúr 1920 og finnst nú um allt land. Honum fer fjölgandi og oft á kostnað svartbaks, Larus marinus.

Sílamáfurinn er alger farfugl og dvelur við strendur Pýreneaskaga og NV-Afríku á veturna. Stofnstærðin er talin 20-35 þúsund fuglar.

Sjá meira um þennan hrjúfa vorboða hér.