Evrópsku safnaverðlaunin 2022
Covid heimsfaraldurinn hefur sett mark sitt á safnastarf alls staðar í heiminum og víða hafa söfn þurft að loka tímabundið. Evrópsku safnaverðlaunin, EMYA (European Museum of the Year Awards), hafa ekki farið varhluta af faraldrinum og verðaunaafhendingum frestað og breytt í streymisviðburð á netinu. Nú hillir undir betri tíð þar sem faraldurinn er í rénun og í vikunni heimsótti Christophe Dufour, einn af dómnefndarmönnum verðlaunanna, Náttúruminjasafnið og sýningu þess, Vatnið í Náttúru Íslands. Sýning Náttúruminjasafnsins er meðal nær 50 keppenda um Evrópsku safnaverðalunin í ár og munu úrslit verða kunngerð í byrjun árs 2022.
Christophe Dufour, dómnefndarmaður EMYA verðlaunanna ásamt starfsfólki Náttúruminjasafns Íslands, Álfheiði Ingadóttur, Önnu Katrínu Guðmundsdóttur og Hilmari Malmquist, forstöðumanni safnsins.
Áhugasamir ungir gestir sýninarinnar, Vatnið í náttúru Íslands fræðast um bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni.