Vatnið í náttúru Íslands

„Vatn er himneskt. Það er ættað úr himingeimnum og þótt það sé algengasta efnið á yfirborði jarðar er vatnið í eðli sínu heilagt, sjálf kveikja og vagga lífsins. Án vatns er ekkert líf.“

—GPÓ 2012

Vatn er undirstaða lífs á jörðinni. Ísland er óvenju vatnsríkt og vatn er mjög einkennandi í náttúru landsins. Sýningin VATNIÐ í náttúru Íslands sem opnuð var í Perlunni 1. desember 2018, fjallar um vatn frá ýmsum hliðum, um efna- og eðlisþætti vatns, gerð og eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk vatns við mótun lands og uppbyggingu, fjölbreytileika vatnalífríkis, allt frá jurtum, örverum og dýrum til heilla vistkerfa.

Sýningin veitir á nýstárlegan og heildstæðan hátt innsýn í eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið okkar dýrmæta, leyndardóma þess og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu.

Sýningin er opin frá 09:00 – 22:00 alla daga.

Aðgangseyrir og fleira

Sýningin Vatnið í náttúru Íslands er fyrsta sjálfstæða sýningarverkefni Náttúruminjasafnsins frá stofnun safnsins árið 2007. Um er að ræða sérsýningu til 15 ára en auk þess er í sýningarýminu boðið upp á tímabundnar sýningar um afmarkað efni.

Í Perlunni er einnig sýningin Undur íslenskrar náttúru (tengill) á vegum Perlu norðursins sem fjallar um jökla Íslands, eldvirkni, jarðsögu og lífríki sjávar á Íslandi.

Opnunartími

Sýning Náttúruminjasafnsins Vatnið í náttúru Íslands (tengill) í Perlunni er opin alla daga frá kl. 9 til 19. 

Gjaldskrá í Perlunni 2019

Aðgangsverð í Perluna er ákveðið af Perlu norðursins.

Almennt verð í Perluna veitir aðgang í eitt skipti á sýningu Náttúruminjasafnsins Vatnið í náttúru Íslands, sýninguna Undur íslenskrar náttúru og aðgang að útsýnispalli Perlunnar.

Almennt verð:

 • Fullorðinn 3.900 kr.
 • Börn 0–6 ára ókeypis
 • Börn (6–18 ára) 1.950 kr.
 • Fjölskylduverð (2+2) 7.800 kr.
 • Stærri fjölskyldur (2+3 börn o.fl.) 7.800 kr. + 1.950 kr./barn.
 • Eldri borgarar (67 ára og eldri) 3.120 kr.
 • Námsmenn 3.120 kr.
 • Öryrkjar 3.120 kr.

Vildarvinakort

Gestum sem borga almennt verð í Perluna stendur til boða að fá sérstakt Vildarvinakort Perlunnar sem gildir í eitt ár og veitir afslátt að sýningum í Perlunni og ýmis önnur fríðindi sem hér segir:

 • 50%  afslátt á sýningarnar Undur íslenskrar náttúru og Vatnið í náttúru Íslands.
 • 20% afslátt í Stjörnuver Perlunnar.
 • 10% afslátt af mat og óáfengum drykk á Kaffitári.
 • 10% afslátt af mat á veitingastaðnum Út í bláinn.
 • 10% afslátt af vörum í Rammagerðinni.
 • Aðgang að útsýnipalli Perlunnar.

Með því að greiða 1.000 kr. í viðbót við almennt verð fá fullorðnir gestir sem eru handhafar vildarvinakorts ótakmarkaðan aðgang að sýningu Náttúruminjasafnsins í eitt ár og frítt fyrir börn í þeirra fylgd.

Ókeypis er fyrir öryrkja á sýningu Náttúruminjasafnsins.

Félagar í ICOM og FÍSOS greiða ekki aðgangseyri að sýningu Náttúruminjasafnsins.Skólahópar – Bókanir

Tekið er á móti skólahópum í leiðsögn og fræðslu á sýningu Náttúruminjasafnsins Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Fræðsla fyrir skólahópa er ókeypis.

Safnkennarar Náttúruminjasafnsins sinna fræðslu fyrir skólahópana.

Safnkennari tekur á móti bekknum í anddyri sýningarinnar á 2. hæð.

Nemendur þurfa ekki að hafa neitt meðferðis í heimsóknina og mælst er til að töskur og önnur verðmæti séu skilin eftir í skólanum.

Kennarar taka þátt í heimsókninni og eru safnkennurum Náttúruminjasafnsins innan handar.

Sjá nánari upplýsingar um fræðslu fyrir mismunandi skólastig hér til hægri (tengill).

Tekið er á móti einum bekk hverju sinni. Hver heimsókn tekur að meðaltali um 45 mínútur. Kennarar eru hvattir til að undirbúa heimsóknina vel svo hún gagnist skólastarfinu sem best. Fyrir hvert skólastig er stuðst við sérstaka dagskrá.

Tekið er á móti skólahópum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 15.

Bóka skal heimsókn með góðum fyrirvara. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Nafn skólans, árgangur, fjöldi nemenda í bekknum, fjöldi kennara og nöfn, netföng, símanúmer, óskir um dagsetningu og tíma, sérþarfir nemenda og önnur atriði sem kemur sér vel fyrir safnkennara að vita. Fræðsla fyrir skólahópa er ókeypis.

Senda skal bókun skólahópa í fræðslu á sýningu Náttúruminjasafnsins í Perlunni á netfangið kennsla@nmsi.is eða í síma 577 1800.

Leiðsögn annarra hópa

Náttúruminjasafnið býður upp á leiðsögn um sýninguna Vatnið í náttúru Íslands fyrir ca. 10–30 manna hópa. Grunngjald fyrir leiðsögn (ca. 45 mín.) er 25.000 kr. og 1.800 kr. fyrir hvern einstakling.

Hægt er að panta leiðsögn á netfanginu nmsi@nmsi.is og í síma 577 1800. Taka skal fram óskir um dagsetningu, tímasetningu og gestafjölda auk nafns, netfangs og símanúmers tengiliðs.

 

LIFANDI SÝNING OG SAFNAKENNSLA

Miðlun efnis er að verulegu leyti sérsniðin fyrir börn og vatnskötturinn, sem er lirfa fjallaklukkunnar, býður þau velkomin og fylgir þeim um króka og kima sýningarinnar.

Lifandi jurtir og vatnadýr eru í vatnsbúrum og gróðurkúlum á sýningunni og áhersla er lögð á vandaða margmiðlun og virka þátttöku gesta. Safnakennarar taka á móti skólahópum og sjá um kennslu fyrir grunnskóla og leikskóla.

VATNAVÍSINDI OG RAUNTÍMAGÖGN

Stuðst er við nýstárlega miðlun á rauntímagögnum um veður- og vatnafar á landinu. Greint er frá nýjustu rannsóknum á vatnalífi landsins og m.a. fræðst um einstaka þróun vatnadýra sem aðeins hafa fundist á Íslandi.

Á myndrænu, gagnvirku skjáborði geta gestir kafað ofan í votlendi, kynnst fjölbreytileika ólíkra vistgerða og fræðst um ólíkar aðferðir mosa og melgresis við að ná sér í vatn.

Um 500 gestir voru við opnun sýningar Náttúruminjasafnsins, VATNIÐ í náttúru Íslands í Perlunni 1. desember s.l. Börn og fullorðnir, fræðimenn, leikmenn, stjórnmálamenn og ferðamenn sökktu sér ofaní sýningaratriðin og létu vel af.

Hér að neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá opnuninni.

Sýningin er hluti af náttúrusýningu Perlu norðursins hf. í Perlunni.