Útgáfa

Náttúruminjasafn Íslands sinnir miðlun fróðleiks og þekkingar um náttúru Íslands með útgáfu á prentuðu og rafrænu efni auk fyrirlestra og sýningahalds.

Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðslurit um náttúrufræði sem Náttúruminjasafnið gefur út í samvinnu við Hið íslenska náttúrufræðifélag. Tímaritið kemur út í a.m.k. fjórum heftum á ári og telur hvert hefti um 40 bls.

Starfsfólk Náttúrminjasafnsins flytur erindi á ráðstefnum og við ýmis önnur tilefni sem ástæða er til að veita aðgang að.

Leitað er til Náttúruminjasafnsins með umsagnir um þingmál.