FishFAR
verkefni um áhrif loftslagsbreytinga í litlum vötnum
Náttúruminjasafnið tekur þátt í samstarfsverkefni með Háskólanum á Hólum, Tjóðsavninu í Færeyjum og Háskólanum í Kaupmannahöfn. Verkefnið heitir FishFAR og gengur út á kanna áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og vistfræði ferskvatnsfiska í litlum vötnum en sömu vötn voru heimsótt árið 2000 í verkefni sem kallast NORLAKE. Ásamt því að skoða tegundasamsetningu fiska þá verður einnig gerð athugun á umhverfisbreytum, svifdýrasamfélögum og botndýrasamfélögum vatnanna. Með því að bera saman niðurstöður úr þessum tveimur verkefnum má sjá breytingar síðustu 20 ára.
Verkefninu er stýrt af Camille Leblanc, dósent við Háskólann á Hólum og Dr. Agnesi-Katharinu Kreiling við Tjóðsavnið í Færeyjum.
Aðrir þátttakendur í verkefninu eru prófessor Bjarni K. Kristjánsson (Háskólinn á Hólum), Kári Heiðar Árnason (Háskólinn á Hólum), prófessor Kirsten S. Christoffersen (Háskólinn í Kaupmannahöfn), Leivur Janus Hansen (Tjóðsavnið), Dr. Hilmar J. Malmquist (Náttúruminjasafn Íslands) og Dr. Ragnhildur Guðmundsdóttir (Náttúruminjasafn Íslands).
Færeyska sjónvarpið fjallaði um rannsóknina og má sjá fréttina hér: https://kvf.fo/netvarp/sv/2022/08/09/granskingarferd-i-foroyskum-votnum.
Hægt er að fræðast frekar um verkefnið á síðu þess hjá Tjóðsavninu: https://www.tjodsavnid.fo/landdjoradeild/fishfar.
Verkefnið er styrkt af Færeyska rannsóknarsjóðnum, Granskingarráðið https://www.gransking.fo/.