Ragnhildur Guðmundsdóttir skipuð sem staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað dr. Ragnhildi Guðmundsdóttur í starf forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands tímabundið. Ragnhildur hefur starfað við Náttúruminjasafnið síðan 2021 þar sem hún sinnir meðal annars fræðslu, en hún er með doktorspróf í líffræði frá Háskóla Íslands.

Ragnhildur tók við embættinu 21. maí og mun sinna því til 30. september á meðan Hilmar J. Malmquist, núverandi forstöðumaður er í rannsóknarleyfi.

Dr. Ragnhildur Guðmundsdóttir, staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands