ICEWATER

Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í innleiðingu á vatnaáætlun í verkefninu LIFE ICEWATER. Verkefnastjórn er í höndum Umhverfis- og orkustofnunar en að auki taka 21 samstarfsaðilar þátt í verkefninu. Styrkurinn er alls 3,5 milljarða króna og kemur úr LIFE sjóði Evrópusambandsins en þar af mun Náttúruminjasafnið hljóta 76 milljónir. Verkefnið í heild saman stendur af ýmsum smærri verkefnum sem eiga að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.

Markmið verkefnisins er að:

  • Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi
  • Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnamálum
  • Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni
  • Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns

Styrkurinn fyrir LIFE ICEWATER er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópurinn hefur sett saman er samtals um 5,8 milljarðar króna. LIFE áætlun Evrópusambandsins styrkir verkefnið um 60% eða samtals um 3,5 milljarða sem dreifast á samstarfshópinn og verða verkefnin unnin á árunum 2025-2030.

Verkefninu er skipt upp í sjö vinnupakka en aðkoma Náttúruminjasafnsins snýst fyrst og fremst um miðlun til almennings og skóla um mikilvægi vatns fyrir náttúruna og samfélag mannanna. Náttúruminjasafnið mun standa fyrir metnaðarfullri fræðsluefnisgerð og sýningum auk þess að vinna að þverfaglegum, skapandi verkefnum í samstarfi við skóla og listafólk. Yfirlit yfir aðgerðir hvers vinnupakka má sjá á myndinni hér fyrir neðan:

Auk Náttúruminjasafnsins eru 22 samstarfsaðilar í verkefninu: Umhverfis- og orkustofnun sem leiðir verkefnið, Eimur, Gefn, Grundarfjarðarbær, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Hveragerðisbær, Isavia, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Matvælastofnun, Náttúrufræðistofnun, Orka náttúrunnar, Orkustofnun, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavík, Ríkisútvarpið, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis,- orku og loftslagsráðuneyti, Veðurstofa Íslands og Veitur, ásamt þremur óbeinum þátttakendum: Sveitarfélagið Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

Tengiliður: Ragnhildur Guðmundsdóttir ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is