Skemmtileg fjöruferð í Gróttu!
Laugardaginn 12. apríl buðu Náttúruminjasafn Íslands og Náttúruverndarstofnun uppá fjöruferð í friðlandinu við Gróttu. Fjöruferðin var hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar og starfsfólk stofnananna tók vel á móti gestum ásamt Jóhanni Óla, fuglaljósmyndara. Í fjörunni fengu þátttakendur tækifæri til að skoða fjölbreytt lífríki fjörunnar og spreyta sig á að greina lífverur, eins og lindýr, krabbadýr, þang og þara, auk þess að fræðast um mikilvægi náttúruverndar.
Rétt er að minna á að frá og með 1. maí er fjaran við Gróttu lokuð almenningi vegna fuglaverndar yfir varptímann. Gestir eru því hvattir til að sýna svæðinu tillitssemi og virða lokanir í þágu fuglalífsins.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglaljósmyndari og Ásta Davíðsdóttir landvörður hjá Náttúruverndarstofnun hjá fuglastöðinni, þar var hægt að fylgjast með og skoða fugla.

Beltisþari getur orðið mjög stór.