Skipunartími Ragnhildar Guðmundsdóttur sem forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands framlengdur til áramóta
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur framlengt skipun dr. Ragnhildar Guðmundsdóttur sem forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands fram til áramóta. Ragnhildur hefur starfað við Náttúruminjasafnið síðan 2021 þar sem hún sinnir rannsóknum og fræðslu, en hún er með doktorspróf í líffræði frá Háskóla Íslands.

Dr. Ragnhildur Guðmundsdóttir, staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands