Asparglytta
Vissir þú að þessi litla bjalla, sem nefnist asparglytta, er orðið algengt meindýr á trjágróðri á Íslandi? Asparglytta fannst fyrst á Íslandi 2006 og hefur síðan dreifst víða. Fagurgrænar bjöllurnar safnast saman eftir vetrardala á stofnum og greinum aspa og víðitrjáa. Um leið og brumin opnast byrja bjöllurnar að hakka í sig nýju laufblöðin. Fljótlega fara kvendýrin að verpa og velja þær eldri blöðin til þessa. Þegar eggin klekjast éta lirfurnar laufblöðin sem þær klöktust á. Algengt er að sjá lirfurnar hlið við hlið spænandi í sig blöðin. Asparglyttan nýtir öll blöð plöntunnar og getur því gengið ansi nærri henni.