Brjóstagras

Vissir þú að brjóstagras er ekki gras heldur blómplanta af sóleyjarætt. Margir taka ekki eftir brjóstagrasi vegna þess hve smávaxið það er, en tegundin er algeng um allt land, jafnt á láglendi sem hálendi. Eins og nafnið bendir til var brjóstagras notað til lækninga og var einkum talið gott við brjóstameinum kvenna og júgurbólgu í búfé.
(Mynd Hörður Kristinsson.)