Lerkisveppur

Vissir þú að lerkisveppur fannst fyrst á Hallormsstað árið 1935? Nú vex hann nær alls staðar í ungum lerkiskógum. Lerkisveppurinn er góður matsveppur, hattur hans er ýmist rauðbrúnn eða gulur að lit. Talið er að þetta séu tvö litarafbrigði sem vaxa á sömu svæðunum.

Ljósmynd: Kristín Sigurgeirsdóttir.