Mars eða Venus?

 

Þessa dagana sjást reikistjörnurnar Venus og Mars á himinhvolfinu en þó ekki samtímis. 

Mars er núna óvenju nálægt jörðinni, og skín rauðbjartur á austurhimninum á kvöldin. Rauði bjarminn stafar af yfirborði plánetunnar sem er rauðleitt af völdum járnríks yfirborðsjarðvegs. En vissir þú að á Mars er stærsta eldfjall sólkerfisins? Það er hið risavaxna Ólympusfjall, sem er þrisvar sinnum hærra en Everest og jafnstórt og Ísland að flatarmáli. 

Venus, tvíburasystir Jarðar, sést hins vegar núna sem morgunstjarna. Það gerist á tæplega tveggja ára fresti og sést Venus þá hátt á austurhimni við sólarupprás. Venus er svipuð að stærð og Jörðin en yfirborðið er afar heitt og ólífvænlegt. 

Við mælum með Stjörnufræðivefnum sem geymir ítarlegan og skemmtilegan fróðleik um sólkerfið. 

Ljósmynd: Þorfinnur Sigurgeirsson.