Hreindýr Rangifer tarandus
Vissir þú að orðið tarandus á latínu merkir sá sem ber horn? Andstætt öðrum hjartardýrum bera bæði kynin horn en fella þau á mismunandi tíma ár hvert. Horn hreindýra er stöðutákn og tarfarnir beita þeim í bardaga um kýrnar. Kelfdar kýr (kálffullar) halda lengst í hornin og geta notað þau til að reka önnur dýr frá stöðum þar sem fæðu er að finna.
Ljósmyndir: Gaukur Hjartarson.