Vorperla

Vorperla er ein fárra íslenskra plantna sem blómgast í apríl og á miðju sumri hefur hún myndað þroskuð fræ.
Plantan er smávaxin stundum ekki nema 3 cm á hæð en getur orðið allt að 20 cm. Útbreiðsla hennar er á Norðurlandi og Fljótsdalshéraði en annars staðar á landinu er hún sjaldgæf. Vorperla vex á melkollum en einnig í stígum eftir húsdýr og í vegköntum. Talið er að fræin dreifist með fótum kinda, hrossa og manna því að plantan hefur fellt fræ þegar mest umferð dýra og gangandi vegfarenda er um stíga og vegaslóða.
 
 

Ljósm. Hörður Kristinsson (floraislands.is)