Framhaldsskólar og háskólar
Kennarar geta haft samband við safnkennara og fengið leiðsögn á sýningunni Vatnið í náttúru Íslands fyrir nemendahópa en efni sýningarinnar má nýta til kennslu í til dæmis líffræði, jarðfræði, landafræði, umhverfisfræði, þróunarfræði, heimspeki og skapandi greinum.
Háskóla- og framhaldsskólanemar eru hvattir til að hafa samband við sérfræðinga safnsins sem geta veitt fjölbreyttar upplýsingar á sviðum náttúrunnar.
Safnaþrennan
Náttúruminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sameinast í menningarlæsisverkefni fyrir framhaldsskóla. Nemendur skoða land og þjóð og það samfélag sem við byggjum út frá þáttum sem móta okkur í samfélagi, listum og náttúru. Um er að ræða þverfaglegt nám þar sem höfuðsöfnin sameina sinn safnkost, sýningar og þekkingu og veita nemendum tækifæri til þess að dýpka og efla menningar- og náttúrulæsi sitt. Sé áhugi fyrir þessu námskeiði, vinsamlegast sendið póst á kennsla@nmsi.is og við munum í kjölfarið senda námsáætlun og nánari upplýsingar.