Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni I-II
Náttúruminjasafnið kynnir með miklu stolti ritverk Sigrúnar Helgadóttur, ævisögu Sigurðar Þórarinssonar, eins kunnasta vísindamanns Íslendinga fyrr og síðar. Sigurður hlaut alþjóðlega athygli og ekki síst fyrir að þróa sérstaka fræðigrein, öskulagafræði. Hann gjörþekkti landið, eldgosin, jöklana og jarðlögin en líka sögu og menningu og glæddi áhuga og þekkingu þjóðarinnar á náttúru landsins og mikilvægi náttúruverndar. Sigurður var einnig vinsælt söngvaskáld og margir texta hans eru enn sungnir eins og til að mynd Vorkvöld í Reykjavík.
Höfundur bókarinnar er Sigrún Helgadóttir, kennari, líffræðingur og rithöfundur sem sérhæft hefur sig í náttúruvernd og umhverfismennt. Eftir hana liggja bækur um þjóðgarðana í Jökulsárgljúfrum og Þingvöllum auk margra fleiri rita. Náttúruminjasafnið gefur verkið út en hægt verður að kaupa það í öllum helstu bókabúðum landsins sem og í gegnum vefsíðu Pappýrs á pappyr.com.