„Allt við þetta mikla ritverk hrífur...“

Bók Sigrúnar Helgadóttur, Mynd af manni – ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, sem Náttúruminjasafnið gefur út, hlaut í gær tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna, ein fimm verka sem tilnefnd eru til verðlauna í flokki rita almenns efnis og fræðibóka.

 

Í lofsamlegri umsögn dómnefndar segir: Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt. Rannsóknir vítt og breitt um landið, eldgos, jöklar, jarðlög, náttúruvernd, söngtextar og önnur áhugamál vísindamannsins sindra á hverri blaðsíðu.

Við óskum Sigrúnu Helgadóttur innilega til hamingju með þessa verðskulduðu tilnefningu. Mynd af manni er mikið verk – 802 blaðsíður og 700 ljósmyndirnar – í tveimur bindum í fallegri öskju. Bókin kostar 15900 kr. í póstverslun papyr.com og fæst í öllum bestu bókaverslunum landsins!