Ársskýrsla Náttúruminjasafnsins 2019

Ársskýrsla Náttúruminjasafnsins fyrir árið 2019 er komin út. Þar má glögglega sjá í myndum og máli þann mikla viðsnúning sem varð í starfsemi safnsins á því herrans ári. Hann má rekja til stóraukinna fjárveitinga 2018 sem gerðu safninu kleift að að opna glæsilega sýningu, hefja öfluga safnkennslu og stórefla rannsóknir. Skýrslan er eingöngu á rafrænu formi og hana er hægt að nálgast hér.