Ársskýrsla Náttúruminjasafnsins 2020   

Út er komin ársskýrsla Náttúruminjasafnsins fyrir árið 2020 – árið sem kórónuveiran skók heiminn og lagði samfélagið ítrekað í dróma. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og sóttvarnir var starfsemi Náttúruminjasafnsins kraftmikil, enda kallaði nýr veruleiki á ný vinnubrögð og fæddi af sér ný verkefni. Skýrslan er eingöngu á rafrænu formi og hana er hægt að nálgast hér og hlaða niður sem pdf skjal fyrir þá sem vilja.