Ársskýrsla Náttúruminjasafnsins 2021   

Árið 2021 var viðburðarríkt í starfsemi Náttúruminjasafns Íslands. Þrátt fyrir samkomutakmarkanir voru haldnir margir spennandi viðburðir á sýningu safnsins í Perlunni og einnig í Alviðru í samvinnu við Landvernd. Þá má nefna útgáfu ævisögu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, Mynd af manni I-II og málþing og sýningu um Þorvald Thoroddsen í Þjóðarbókhlöðu. Skýrslan er eingöngu á rafrænu formi og hana er hægt að nálgast hér og hlaða niður sem pdf skjal fyrir þá sem vilja.