Náttúruminjasafnið tekur þátt í Barnamenningarhátíð 5.-10. apríl 2022
Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í Barnamenningarhátíð í samstarfi við Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) og kallar eftir teikningum frá upprennandi listamönnum sem munu prýða anddyri sýningarinnar okkar, Vatnið í náttúru Íslands, í Perlunni í einu stóru listaverki.
Nokkrir skólar hafa þegar skráð sig til leiks, en skráningarfrestur til þátttöku er 15. febrúar.
Frekari upplýsingar um þátttöku má sjá í auglýsingunni hér fyrir neðan, einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið kennsla@nmsi.is