Plöntuleit og greining í Öskjuhlíðinni

Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í samnorrænum viðburði, Degi hinna villtu blóma, sunnudaginn 20. júní frá kl. 14 til 16. Gengið verður um Öskjuhlíðina, leitað að plöntum og þær greindar en einnig brugðið á leik og leitað að nokkrum algengum plöntutegunum. Gestum verður jafnframt boðið að skoða sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands.

Þátttaka er ókeypis, mæting í andyri Perlunnar er kl. 14.

Tilgangur dagsins er að stuðla að áhuga almennings á íslensku flórunni. Gróður í Öskjuhlíðinni hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Stór svæði hafa verið tekin undir skógrækt en enn má finna staði sem gefa vísbendingu um fyrra gróðurfar.