Finndu mig í fjöru - Skapandi náttúrulæsi

Grandaskóli, Menntaskólinn við Sund og Náttúruminjasafn Íslands hafa í vetur unnið að þróunarverkefninu Finndu mig í fjöru – Skapandi náttúrulæsi.

Verkefnið sem styrkt er af Sprotasjóði hófst haustið 2024 og er hugsað til eins árs en þátttakendur eru nemendum í umhverfisfræði við Menntaskólann við Sund og nemendum í 4. bekk í textíl í Grandaskóla. Markmið verkefnisins er að vinna með félagakennslu til að tengja á milli skólastiga og efla náttúrulæsi með áherslu á lífríki hafsins og fjörunnar. Í hverjum hópi eru nokkrir nemendur úr MS og nokkrir úr Grandaskóla en hver nemandi fær hlutverk s.s. umsjón með handritsgerð, kvikmyndagerð, vísindaupplýsingum og textílverki.

Hóparnir skoðuðu fjöruna saman og tóku upp efni fyrir heimildamyndbandið.

Þau skemmtu sér í fjörunni og hópavinnan gekk vel.

Í upphafi heimsóttu safnkennarar Náttúruminjasafnsins nemendur í skólunum og stóðu fyrir fræðslu um fjöruna og tengdu hana við safnkost safnsins. Nemendur skoðuðu skeljar, kuðunga og fleira úr fjörunni, æfðu sig að greina tegundir og teikna lífverur og skoðuðu fiska í krukkum úr fiskasafni Náttúruminjasafnsins. Heimsóknirnar voru liður í undirbúningi fyrir sameiginlega fjöruferð hópanna í Gróttu 15. október síðastliðinn. Í fjörunni sameinuðust nemendur í vinnuhópa, skoðuðu fjöruna, fundu lífverur og tóku upp það sem þeim fannst spennandi.

Í verkefninu vinnum við með fjölbreyttar útfærslur fjörunnar og lífríkis hennar í textíl, unnið hefur verið með útsaum, vélsaum og jurtaprent. Næstu hópar taka þátt í verkefninu í mars og afrakstur verkefnisins verður sýndur í sýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð Perlunnar á Barnamenningarhátíð í apríl og boðið verður uppá fjölskyldufjöruferð í fjörunni við Gróttu 12. apríl í samstarfi við Náttúruverndarstofnun.