Heimsókn frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Á dögunum tókum við hjá Náttúruminjasafni Íslands á móti góðum gestum þegar fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytisins sóttu okkur heim. Sigrún Brynja Einarsdóttir ráðuneytisstjóri, skrifstofustjórarnir Arna Kristín Einarsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir, sem og tengiliður safnsins við ráðuneytið, Vilhelmína Jónsdóttir, komu til að kynna sér starfsemi safnsins betur.

Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leiddi heimsóknina með greinagóðri kynningu á margvíslegum verkefnum safnsins og framtíðarhorfum. Framundan eru spennandi tímar hjá Náttúruminjasafninu en vinna við hönnun nýrrar grunnsýningar í Náttúruhúsi í Nesi er í fullum gangi. Sýningin mun hverfast um hafið og lífríki þess með áherslu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Heimsókninni lauk úti á Seltjarnarnesi þar sem hinar fallegu framtíðarhöfuðstöðvar voru skoðaðar.

Við þökkum ráðuneytiskonum kærlega fyrir komuna.

Starfsmenn Náttúruminjasafnsins ásamt fulltrúum menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Hilmar J. Malmquist kynnir starfsemi Náttúruminjasafnsins fyrir gestum.

Frá vinstri: Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri MVF, Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður NMSÍ, Anna Katrín Guðmundsdóttir, verkefnastjóri NMSÍ, Arna Kristín Einarsdóttir, skrifstofustjóri MVF, Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur NMSÍ og Vilhelmína Jónsdóttir, sérfræðingur MVF.