Hilmar J. Malmquist lætur af störfum
Þann 1. september 2025 lét Hilmar J. Malmquist af störfum sem forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Hann var skipaður forstöðumaður safnsins frá 1. september 2013 af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra og hefur því farið fyrir safninu og starfsemi þess í tólf ár.
Hilmari eru færðar kærar þakkir fyrir elju sína og störf í þágu Náttúruminjasafnsins.
