Morse-kóði utan á Loftskeytastöðinni
Á skrifstofuhúsnæði Náttúruminjasafnsins, gömlu Loftskeytastöðinni við Brynjólfsgötu, má sjá ljósaseríu með óhefðbundnu sniði en á þakkanti hússins hefur verið komið fyrir listaverkinu K (Með ósk um svar) eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Verkið, sem samanstendur af ljósaperum sem stafa með Morse-kóða tegundaheiti tveggja hvalategunda af válista spendýra: Eubalaena glacialis (íslandssléttbakur) og Balaenoptera musculus (steypireyður), er hluti af sýningu listamannsins í Safnaðarheimili Neskirkju sem stendur til 23. febrúar.