Náttúrufræðingurinn mættur!   

Út er komið 3.– 4. hefti Náttúrufræðingsins, 94. árgangs. Í heftinu er m.a. yfirlitsgreinar um nýtt gosskeið á Reykjanesskaga, og uppeldissvæði laxfiska í Þingvallavatni og tengdum ám, þá er sagt frá  orkunotkun íbúðabygginga á Íslandi, kóral- og svampasvæðum við Ísland og Norrænu eldfjallastöðinni.

Heftið er 78 bls. Útgefendur eru Hið íslenska náttúrufræðifélag og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri er Margrét Rósa Jochumsdóttir ( margret@nmsi.is).