Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi

Í nýjustu grein Náttúrufræðingsins er sagt frá mjög athyglisverðum fyrsta fundi sæsnigilsins svartserks (Melanochlamys diomedea) í Atlantshafi. Snigillinn fannst fyrst við strendur Íslands í júní 2020.

 Sagt er frá ferlinu frá því að hann sást fyrst í fjöru við Ísland þar til staðfest tegundagreining fékkst. Þá er greint frá þekktri útbreiðslu og fjallað um mikilvægi þess að fylgst sé vel með nýrri framandi tegund og framvindu hennar.

Greinina má finna hér á vef Náttúrufræðingsins: Ný tegund sæsnigils í Atlantshafi