Nýr meistaranemi Náttúruminjasafns Íslands og Háskólans á Hólum

Þóra Atladóttir hóf vinnu við meistaraverkefni sitt sem fjallar um líffræðilegan fjölbreytileika og dýrasvif í ferskvatni á Íslandi nú á haustmánuðum. Fjallar verkefnið einkum um tegundasamfélög og þá ferla sem liggja að baki myndun þessara samfélaga. Verkefnið vinnur hún við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands og eru leiðbeinendur Skúli Skúlason og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Þóra kláraði BSc nám í náttúru- og umhverfisfræðum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri síðastliðið vor þar sem hún gerði lokaverkefni um dægurflugur (Ephemeroptera) en hægt er að kynna sér það verkefni á Skemmunni

Þóra Atladóttir, mastersnemi Náttúruminjasafns Íslands og Háskólans á Hólum.

Dýrasvif samanstendur meðal annars af krabbaflóm. Mynd: Wim Van Egmond.