Fjölbreytni svifkrabba í ferskvatni á Íslandi
- Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna -
Náttúruminjasafn Íslands fékk á dögunum úthlutaðan styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnið sem hlaut styrk heitir Fjölbreytni svifkrabba í ferskvatni á Íslandi og mun það verða unnið af Þóru Atladóttur en hún stundar meistaranám við Háskólann á Hólum í samstarfi við Náttúruminjasafnið. Verkefnið mun miða að því að búa til fræðsluefni fyrir almenning um svifkrabbadýr í ferskvatni á Íslandi. Umsjónarmaður verkefnisins er Ragnhildur Guðmundsdóttir.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 413 umsóknir en 214 verkefni voru styrkt. Nánari upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk í ár má sjá á síðu Rannís