Opnunarviðburður Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni

Í gær, þann 23. febrúar, tók Náttúruminjasafnið þátt í opnunarviðburði Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni sem fram fór í Safnahúsinu að viðstöddu fjölmenni í gær, en í salnum voru á annað hundrað manns og um sextíu fylgdust með á beinu streymi. Greinilegt er að málefnið brennur á fjölmörgum enda afar brýnt og áskoranirnar margar.

Hátíðardagskrána má nálgast hér: https://biodice.is/hatid2023/. Næsti viðburður verður mánudaginn 27. febrúar í húsi Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti.

Upptökurnar af viðburðinum verða gerðar aðgengilegar fljótlega.

Fjölmenni sótti fundinn.

Í pallborði voru Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, Helga Hvanndal Björnsdóttir fulltrúi Ungra umhverfissinna,Sigríður Svana Helgadóttir skrifstofustjóri Skrifstofu eftirfylgni og fjármála, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Freydís Vigfúsdóttir sérfræðingur Skrifstofu sjálfbærni hjá matvælaráðuneytinu, Þórdís Björt Sigþórsdóttir teymisstjóri Umhverfisstofnun, Snorri Sigurðsson sviðstjóri náttúruverndar Náttúrufræðistofnun Íslands. Umræðum stýrði Guðrún Sóley Gestsdóttir.