Ráðherraheimsókn í Náttúruhús í Nesi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsóttu Náttúruhús í Nesi þann 27. maí síðastliðinn ásamt fulltrúum sinna ráðuneyta. Tilefnið var að nú eru framkvæmdir hafnar við þetta glæsilega hús en til stendur að opna þar nýjar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Á staðnum voru einnig fulltrúar Náttúruminjasafnsins, Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna, Byggingarfélagsins E. Sigurðssonar og frá arkitektastofunni Yrki en húsið var teiknað af Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg stofnendum Yrkis.

Óhætt er að segja að mikil eftirvænting sé fyrir verkefninu, ekki hvað síst af hálfu Náttúruminjasafnsins þar sem safnið er nú í fyrsta sinn að eignast eiginlegar höfuðstöðvar. Þetta skref mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir móttöku skólahópa og auka tækifæri til náttúrufræðimenntunar fyrir menntakerfið í heild sinni.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.

F.v. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Óskar Jósefsson, forstjóri FSRE, Ásdís H. Ágústsdóttir, arkitekt, Sólveig Berg, arkitekt og Ragnhildur Guðmundsdóttir, staðgengill forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands.

Arkitektarnir Sólveig Berg og Ásdís H. Ágústsdóttir sögðu frá hönnun hússins.