Þökkum komuna á Vísindavöku
Á laugardaginn var Vísindavaka Rannís haldin með pompi og prakt.
Systurstofnanirnar Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands sameinuðu krafta sína ásamt Biodice í stórum og veglegum bási þar sem kenndi margra grasa.
Aðaláherslan þetta árið var á líffræðilega fjölbreytni í sinni smæstu og stærstu mynd og fengu áhugasamir og upprennandi gestir Vísindavökunnar meðal annars að kynnast grösum og fléttum í litla móanum okkar og víðsjám.
Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna og sjáumst aftur að ári!
Bás Náttúruminjasafnsins og Náttúrufræðistofnunar
Þóra fræðir gesti um plöntur í litlu móspildunni okkar
Ragga sýnir áhugasömum fléttur og skófir í víðsjám