Náttúruminjasafnið tekur þátt í Vísindavöku
Náttúruminjasafnið tekur þátt í Vísindavöku í ár.
Vísindavaka Rannís 2022 verður haldin í Laugardalshöllinni þann 1. október frá kl 13:00-18:00. Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá stofnunum, háskólum og fyrirtækjum rannsóknarverkefni sín á skemmtilegan og lifandi hátt á sýningarsvæði í Laugardalshöllinni.
Náttúruminjasafnið tekur þátt í Vísindavöku og umfjöllunarefni safnsins er líffræðileg fjölbreytni. Við munum kafa ofan í náttúruna og kynna okkur hugtök eins og líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, tegundir og stofna, í skapandi listasmiðju. Auk þess kynnum við framtíðarhöfuðstöðvar safnsins, á Seltjarnarnesi og segjum frá verkefninu „List og lífbreytileiki“ sem hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands í ár.
Markmiðið með Vísindavöku er að færa vísindin nær almenningi, gefa fólki kost á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og vekja athygli á mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Nánari upplýsingar um dagskrá Vísindavöku má finna hér
Verið öll velkomin, það verður margt að skoða og aðgangur er ókeypis!