Frístundaheimili og aðrir hópar

Frístundahópar eru boðnir velkomnir á sýninguna en mikilvægt er að allir hópar bóki heimsóknir fyrirfram með því að senda póst á netfangið kennsla@nmsi.is.

Fróðleiksbrunnurinn er ný fræðslusíða Náttúruminjasafns Íslands í náttúrufræðum. Efnið hentar til undirbúnings og eftirfylgni heimsóknar á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands en er einnig kjörið til notkunar í skólum og frístundaheimilum.