Hvað býr í þjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008 og er þjóðgarður okkar allra. Við fræðumst um sérstöðu þjóðgarðsins sem felst einkum í samspili elds og íss. Skoðum náttúruperlur og skemmtilegt dýra- og plöntulíf auk þess sem við veltum fyrir okkur náttúruvernd og hvaða starfsemi fer fram í þjóðgarði.

Markmið heimsóknarinnar er að nemendur fræðist um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúruna og kynnist hugtakinu náttúruvernd.

Geldingadalir gas

Fyrirkomulag heimsóknar

Tekið er á móti skólahópum við inngang Perlunnar og þeim fylgt upp á 2. hæð þar sem sýning Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands er. Þar er fatahengi og hægt að hengja upp útifatnað. Hópurinn kemur svo saman á nýrri sýningu Vatnajökulsþjóðgarðs, Hvað býr í þjóðgarði? Í Dropanum, sérsýningarrými safnsins á sömu hæð. Safnkennarar bjóða hópinn velkominn og fara yfir fyrirkomulag heimsóknarinnar. Nemendur horfa saman á myndbandið á sýningunni og skoða skúlptúr af kennileitum þjóðgarðsins samhliða samtali við safnkennara um náttúruna, sérstöðu náttúru Íslands, ferðalög og náttúruvernd.

Því næst er verkefnablöðum og skriffærum útdeilt. Nemendur leysa verkefni samhliða því að skoða sýninguna. Verkefnavinnan snýr einnig að nokkrum atriðum sýningarinnar Vatnið í náttúru Íslands og gefinn er tími til að skoða og upplifa þá sýningu líka. Heimsóknin tekur um 50 mínútur.

Með tilliti til stærðar sýningarinnar er æskilegt að ekki séu fleiri en 25 börn í hverjum hópi til þess að þau njóti heimsóknarinnar sem best.

Mikilvægt er að nemendur borði nesti fyrir heimsóknina eða borði það þegar heim í skólann er komið þar sem það er ekki nestisaðstaða í Perlunni.

Bókanir skólahópa í fræðslu hjá Náttúruminjasafninu fara fram á bókunarsíðu safnsins

Undirbúningur og eftirfylgni fræðsluleiðarinnar

Fróðleiksbrunnurinn er ný fræðslusíða Náttúruminjasafns Íslands í náttúrufræðum. Efnið hentar til undirbúnings og eftirfylgni heimsóknar á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands en er einnig kjörið til notkunar í skólum. Hér fyrir neðan eru hlekkir á fræðsluefni sem getur hentað til undirbúnings og eftirfylgni fyrir fræðsluleiðina.

Náttúrufræðsla – Líf í fersku vatni

Náttúrufræðsla – Líffræðileg fjölbreytni

Náttúrufræðsla – Vatnið

Náttúruteikningar  

Náttúruþrautir

Tenging við Aðalnámsskrá

Heimsóknin nýtist sem stuðningur við kennslu í náttúrufræði og tengist bæði hæfniviðmiðum um verklag og viðfangsefni, sérstaklega þau sem snúa að getu til aðgerða og ábyrgðar á umhverfinu. Áhersla er lögð á aðgerðir sem varða náttúru og samfélag, áhrif umhverfisins á lífsgæði og áhrif mannsins á náttúruna. Auk þess er fjallað um að árstíðir, veðurbreytingar, náttúruhamfarir og auðlindir.

Tenging við kennsluefni

Óháð aldursstigi

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs

Hörfandi jöklar, Samvinnuverkefni Vatnajöklulsþjóðgarðs, Veðurstofunnar o.fl

Jöklavefsjá, 2022. Samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum.

Yngsta stig

Ragnheiður Gestsdóttir. 2015. Komdu og skoðaðu eldgos. Námsgagnastofnun.

Sigrún Helgadóttir. 2002. Komdu og skoðaðu umhverfið. Námsgagnastofnun.

Sigrún Helgadóttir. 2008. Komdu og skoðaðu landakort. Námsgagnastofnun.

Sigrún Helgadóttir. 2003. Komdu og skoðaðu hringrásir. Námsgagnastofnun.

Sigrún Helgadóttir. 2004. Komdu og skoðaðu fjöllin. Námsgagnastofnun.

Sigrún Helgadóttir. 2001. Komdu og skoðaðu land og þjóð. Námsgagnastofnun.

Miðstig

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs

Jarðfræðivefur Menntamálastofnunar.

Unglingastig

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs

Jarðfræðivefur Menntamálastofnunar.